Vegna óveðurs
Einkaflugmannspróf fara fram á vegum Samgöngustofu síðdegis í dag og á fimmtudag samkvæmt áætlun. Óveður gengur nú yfir en gert er ráð fyrir að það gangi niður eftir því sem líður á daginn. Því telur stofnunin ekki þörf á því að fresta fyrirhuguðum prófum.
Búast má við einhverjum umferðartöfum og því gott að áætla rúman tíma til þess að komast í Skeifuna 11b þar sem prófin verða haldin kl. 17:00.
Ef veður versnar aftur verður staðan endurmetin.