Verkefni á sviði flugleiðsögumála í Kósóvó

11.10.2021

Kosovo-PristinaFulgvolluratAlket-Islami-02-vefupplausnPristina flugvöllur í Kósóvó - @Alket Islami

Frá árinu 2019 hefur Samgöngustofa, samkvæmt samningi við utanríkisráðuneytið, sinnt verkefnum á sviði flugleiðsögumála í Kósóvó. Markmið verkefnisins er að gera neðra loftrýmið yfir Kósóvó aðgengilegra fyrir borgaralegt flug.

Hlutverk Samgöngustofu er að sinna eftirliti, m.a. rýni á breytingum sem varða nýjar flugleiðir til og frá Pristina flugvelli og að leggja mat á að flugmálayfirvöld í Kósóvó fylgi alþjóðlega viðurkenndum stöðlum fyrir flugsamgöngur. Um miðjan september síðastliðinn var stórum áfanga náð þegar nýr leiðsögubúnaður var tekinn í notkun á Pristina flugvelli.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísland styður við bættar flugsamgöngur í Kósóvó. Ísland fór með stjórn Pristina-flugvallar fyrir KFOR (aðgerðastjórn Atlantshafsbandalagsins) árin 2003-2004 og sá um vottun og þjálfun á þessu sviði fram til ársins 2010 undir hatti Sameinuðu þjóðanna. KFOR starfar í Kósóvó á grundvelli ályktunar öryggisráðs S.þ. nr. 1244 frá 1999, til að tryggja frið og stöðugleika.

Sjá nánar í frétt á vef NATO