Verum tilbúin - Evrópskt öryggisátak

í almannaflugi 14.-25. mars 2022

11.3.2022

Flug.2016-10

Vikuna 14. til 25. mars stendur Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins, EASA, fyrir öryggisátaki í almannaflugi undir yfirskriftinni „Verum tilbúin“ (Be Ready – Fly Safe Campaign). Þetta er gert í samstarfi við yfirvöld og hagaðila um alla Evrópu.

Með hækkandi sól og betra veðri nálgumst við óðum flugsumarið og er
herferðinni ætlað að vekja athygli á mikilvægi viðhalds, undirbúnings, þjálfunar og fræðslu og draga þannig úr óhöppum og slysum í almannaflugi.

Sýnd verður röð erinda í beinu streymi á Youtube dagana 14.-25. mars nk. 

Viðfangsefnin eru á margan hátt í takt við „The Dirty Dozen“ veggspjöldin/dagatalið þar sem farið er yfir tólf algengustu mannlegu þættina sem leitt geta til slysa eða atvika í flugtengdri starfsemi og annað leiðbeiningarefni í almannaflugi sem er á vef Samgöngustofu og fjallar um öryggi í almannaflugi, flugmennsku – sjálfsmat, sjónflugssamning, fyrirflugsskoðanir og fleira.

Dagskráin er á vef EASA þar sem hægt er að skrá þátttöku, fá upplýsingar, áminningu fyrir erindi og taka þátt með beinum hætti.

Easa