Viðbótarupplýsingar vegna gjaldþrots Air Berlin
Sem kunnugt er varð flugrekandinn Air Berlin gjaldþrota nú í haust. Sjá fyrri tilkynningar:
Þessu til viðbótar þá geta farþegar leitað upplýsinga um framgang mála á vefsíðunni: www.airberlin-inso.de
Einnig er hægt að hafa samband við bústjóra þrotabúsins í síma +49 (0)30 921 0720 00, mánudaga til föstudaga frá kl. 08:00 til 16:30. Þrotabúið ætlar að láta kröfuhafa vita um framgang mála.
Samskiptaeyðublað: https://www.airberlin-inso.de/kontakt-formular
Í þeim tilfellum sem kröfuhafar hafa ekkert heyrt frá þrotabúinu geta skráð kröfur sínar á www.airberlin-inso.de
Kröfur í þrotabúið verða að berast fyrir 1. febrúar 2018. Berist kröfur eftir þann tíma er þrotabúinu heimilt að rukka kröfuhafa um 20 evrur.