Viðhaldsáætlanir loftfara í almannaflugi

5.4.2018

Frá og með  31. mars 2018 þurfa Annex II loftför sem falla undir reglugerðir nr. 694/2010 um almannaflug flugvéla  og 695/2010 um almannaflug þyrlna að hafa viðhaldsáætlun. Nýleg breyting á reglugerðunum, sbr. reglugerðir nr. 333/2018 og 334/2018, gerir ráð fyrir að umráðendur geti sjálfir útbúið viðhaldsáætlun án aðkomu Samgöngustofu, svo kallað „self-declared maintenance programme“. 

Samgöngustofa hefur útbúið sniðmát sem finna má hér á vefnum . Einnig hefur verið útbúið „Minimum Inspection Programme“ sniðmát sem er líka á heimasíðunni fyrir þá sem kjósa að nota það í stað tilmæli frá framleiðanda. 

Umráðendur geta leitað til lofthæfi- og skrásetningardeildar ef einverjar spurningar vakna. Eins hefur AOPA Iceland (Aircraft Owners and Pilots  Association) veitt aðstoð.