Viðvarandi lofthæfi kennsluvéla
Í vændum er innleiðing reglugerðar ESB nr. 2019/1383 sem breytir kröfum um viðvarandi lofthæfi loftfara í reglugerð ESB nr. 1321/2014. Vegna þessa þarf að skilgreina hvaða þjálfunarfyrirtæki skuli teljast rekin í ábataskyni (commercial training organisation) og hver ekki (non-commercial training organisation). Viðmiðin sem Samgöngustofa notast við eru hversu mörgum nemendum þjálfunarfyrirtækið kennir og hvort það stundar beint markaðsstarf.
Þjálfunarfyrirtæki sem eftirfarandi á við um (annað skilyrðið eða bæði) skulu teljast rekin í ábataskyni:
- Á hverju almanaksári stunda 11 eða fleiri nemendur LAPL/PPL/CPL nám hjá skólanum
- Skólinn stundar beint markaðsstarf
Samþykkt þjálfunarfyrirtæki (ATO) sem einsog er uppfylla ekki þær kröfur sem um þau gilda miðað við þetta hafa þar til loka þessa árs til að breyta viðhaldsstjórnun sinna kennsluvéla til samræmis. Sömu kröfur munu gilda um yfirlýst þjálfunarfyrirtæki (DTO) þegar reglugerðarbreytingin verður innleidd hér á landi og eru þau því hvött til að huga að þessu strax.
Reglugerðarákvæðið sem um ræðir er ML.A.201(e). Sjá reglugerðina eins og hún hefur þegar verið innleidd í aðildarríkjum Evrópusambandsins hér.