Vinnufundur um umhverfismál

31.5.2017

Dagana 30.-31. maí fundaði norrænn vinnuhópur sérfræðinga um umhverfismál (N-ALM ) í Flugröst og í húsakynnum Isavia. Hópurinn hefur starfað frá árinu 1991 og er samvinnuvettvangur sem miðar að því að miðla upplýsingum á milli aðila sem koma að umhverfismálum í flugi og mynda samnorrænar áherslur. 

Að þessu sinni hittist einnig hópur sérfræðinga um hávaðamálefni og fundaði dagana 29.-30. maí, en hann fundar í annað hvert skipti. Fulltrúi frá Samgöngustofu (og þar áður Flugmálastjórn) hefur sótt fundina um árabil, en fundirnir eru opnir fulltrúum starfsleyfishafa, hagaðila og ráðuneyta, auk opinberra stofnana. Að þessu sinni var öflug þátttaka af Íslands hálfu og þegar mest var sátu fundina, auk nokkurra fulltrúa frá Samgöngustofu, þrír sérfræðingar frá Isavia, tveir frá Umhverfisstofnun og einn frá Icelandair group.

IMG_5492vef

Viðfangsefni fundanna voru margvísleg, en má þar t.d. nefna hávaðatengd málefni, deiliskipulag í grennd við flugvelli, óhefðbundið eldsneyti, fréttaflutningur frá vinnuhópum alþjóðastofnana, State Action Plan og nýtt alþjóðlegt kerfi um losunarheimildir (CORSIA). Halla S. Sigurðardóttir bauð fundargesti velkomna og hélt kynningarerindi um Samgöngustofu og Jón Bernódusson hélt erindi undir fundarlið um óhefðbundið eldsneyti. Valur Klemensson og María Kjartansdóttir hjá Isavia héldu erindi um umhverfismál á Keflavíkurflugvelli og Gunnar Alexander Ólafsson hjá Umhverfisstofnun hélt erindi um innleiðingu hávaðareglugerða á Íslandi.