Uppfært lögskráningarkerfi sjómanna - 22.10.2020

Í dag, 22. október verður lögskráningarkerfi sjómanna uppfært í framhaldi lögum nr. 166/2019 sem breyttu lögum nr. 30/2007 um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa.

Lesa meira

Reglugerð ESB um endurvinnslu skipa nr. 1257/2013 - 21.10.2020

Þann 1. janúar 2021 kemur reglugerð nr. 1257/2013 til framkvæmda innan evrópska efnahagssvæðisins. Skip stærri en 500BT sem koma til hafnar í evrópskum höfnum eða halda utan íslensku efnahagslögsögunnar munu þurfa að hafa innanborðs skírteini til staðfestingar að útbúið hafi verið birgðaskrá yfir hættuleg efni(IHM) fyrir skipið í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar, eða svokallað birgðaskrárvottorð (IHM certificate). 

Lesa meira

Uppfærsla skipstjórnarréttinda - 19.10.2020

Nú hafa tekið gildi breytingar á lögum um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Með nýju lögunum var skilgreiningu á hugtakinu smáskip breytt þannig að þau teljast nú vera skip sem eru 15 metrar að skráningarlengd eða styttri í stað 12 metra áður.

Lesa meira

Breyting á afgreiðslu – aukin áhersla á fjarþjónustu - 5.10.2020

Vegna hættustigs almannavarna í tengslum við COVID-19 faraldurinn er almenn afgreiðsla Samgöngustofu í Ármúla lokuð frá og með mánudeginum 5. október 2020. Viðskiptavinum er bent á að kynna sér þær leiðir sem eru í boði til að ganga frá nauðsynlegum erindum meðan þetta ástand varir. 

 

Lesa meira

Ný reglugerð um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa - 2.10.2020

Með lögum nr. 166/2019 voru gerðar breytingar á lögum nr. 30/2007 um áhafnir íslenskra fiskiskipa, varðskipa, skemmtibáta og annarra skipa. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur nú gefið út nýja heildarreglugerð á grundvelli laganna, nr. 944/2020 og á næstu dögum verður lögskráningarkerfi sjómanna uppfært til samræmis við efni hennar.

Lesa meira