Frestun á gildistöku reglugerðar um för yfir landamæri - 26.3.2021

Gildistöku reglugerðar um för yfir landamæri sem taka átti gildi 26. mars hefur verið frestað til 6. apríl nk. Ákvörðun um frestun er til þess að svigrúm gefist til að rýna framkvæmd á viðtöku vottorða svo hún gangi snurðulaust fyrir sig og verði í samræmi við ítrustu varúðarráðstafanir. 

Lesa meira

Almenn afgreiðsla lokuð - 25.3.2021

Vegna breyttra reglna í tengslum við COVID-19 faraldurinn verður almenn afgreiðsla Samgöngustofu í Ármúla lokuð frá og með fimmtudeginum 25. mars 2021. 

Lesa meira

COVID-19: Vottorð um bólusetningu eða fyrri sýkingu tekin gild á landamærum óháð uppruna - 17.3.2021

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis, að vottorð um bólusetningu gegn COVID-19 og vottorð um fyrri covid sýkingu verði tekin gild á landamærum Íslands, hvort sem þau eru upprunnin innan EES svæðisins eða utan þess, að því tilskyldu að þau uppfylli sömu kröfur og leiðbeiningar sóttvarnalæknis.

Lesa meira