Samferða
Samþykkt hefur verið ný heildarstefna Samgöngustofu fyrir tímabilið 2022 til 2024 og er hún vegvísir til þeirrar framtíðar sem við viljum byggja á komandi árum. Samhliða nýju stefnunni fær Samgöngustofa nýja ásýnd og nýtt merki er nú kynnt til sögunnar ásamt öllu öðru kynningarefni.
Lesa meiraBann við komum rússneskra skipa
Hafnarstjórum hefur verið sent upplýsingabréf um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir ESB gagnvart Rússlandi varðandi Úkraínu sem innleiddar eru hérlendis. Breytingin felur m.a. í sér bann við komum skipa skráðum í Rússlandi til íslenskra hafna. Bannið tók gildi á Íslandi sl. föstudag.
Lesa meiraGátlisti fyrir strandveiðar
Nú þegar strandveiðitímabilið er að hefjast er vert að minna á gátlista sem Samgöngustofa og Siglingaráð gáfu út. Á gátlistanum er að finna allt það helsta sem mikilvægt er að hafa í huga til að stuðla að öryggi sjófarenda.
Lesa meiraViltu taka þátt í að einfalda regluverk og bæta þjónustu hins opinbera?
Innviðaráðuneytið og stofnanir þess óska eftir tillögum um hvernig megi einfalda regluverk og bæta þjónustu á vegum ráðuneytisins og stofnana þess.
Lesa meiraAðgerðir IMO vegna flutningaskipa nálægt stríðsátökum í Úkraínu
Mikil samstaða er innan ráðs IMO sem fordæmdi ofbeldisaðgerðir Rússa gegn sjálfstæðu og fullvalda ríki
Lesa meiraSamgöngustofa tekur við útgáfu fjarskiptaskírteina
Þann 1. apríl 2022 tekur Samgöngustofa við útgáfu fjarskiptaskírteina (ROC og GOC) til skipstjórnarmanna í stað Fjarskiptastofu.
Lesa meiraAðgerðaráætlun um viðbrögð við bráðamengun utan hafna
Út er komin ný aðgerðaráætlun um viðbrögð við bráðamengun utan hafna og notkun skipaafdrepa fjallar um hvernig bregðast eigi við vegna óhappa á sjó er varða skip í efnahagslögsögu Íslands sem ógna siglingaöryggi eða hætta er á að valdi umhverfistjóni.
Lesa meiraAfreiðsla lokuð frá kl. 13 í dag
Vegna veðurs verður afgreiðsla Samgöngustofu í Ármúlanum lokuð frá kl. 13 í dag mánudaginn 14. febrúar.
Lesa meiraAfgreiðslan opin aftur
Afgreiðslan í Ármúla er nú opin aftur eftir að hafa verið lokuð í morgun vegna veðurs.
Lesa meiraAfgreiðsla lokuð vegna veðurs
Vegna slæmrar veðurspár verður afgreiðsla Samgöngustofu í Ármúlanum ekki opnuð fyrr en í fyrsta lagi kl. 12:00 á morgun mánudaginn 7. febrúar.
Lesa meira