Samgöngustofa textar mynd Háskólans í Cardiff um andlegt álag á sjó
Rétt fyrir jól var íslenskur texti settur á fræga fræðslumynd Háskólans í Cardiff í Wales um andlegt álag á sjó “Seafarers fatique”. Myndin er búinn að vera aðgengileg á youtube á ensku og að frumkvæði Samgöngustofu var ákveðið að höfðu samráði við Slysavarnaskóla sjómanna að láta útbúa íslenskan texta.
Lesa meiraAfgreiðslutími yfir hátíðarnar
Afgreiðslutími á virkum dögum milli jóla og nýárs verður með venjubundnum hætti. Mánudaginn 2. janúar opnar seinna en venjan er eða kl. 11 í stað 9.
Lesa meiraSíðasta spjaldið í röð 12 hnúta komið út
Nú er tólfta og síðasta rafræna veggspjaldið í röðinni 12 hnútar komið út. Umfjöllunarefnið er sú hætta sem stafað getur af skorti á nærgætni og virðingu fyrir samstarfsfólki.
Lesa meiraNámskeið í trefjaplastsmíði
Námskeið í trefjaplastsmíði verður haldið af Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra á vorönn 2023 í samstarfi við Samtök skipaiðnaðarins, Iðuna og Samgöngustofu.
Lesa meiraFlutningaskipið Eystnes kyrrsett
Við hafnarríkisskoðun á Vopnafirði 22. nóvember sl. á flutningaskipinu Eystnes, voru gerðar nokkrar athugasemdir um ástand skipsins og búnaðar og nokkrar alvarlegar, m.a. var ekki virkur dýptarmælir um borð í skipinu. Var skipið kyrrsett samkvæmt alþjóðasamningum sem um slíkan búnað gilda.
Lesa meiraLeiðrétting á fréttum um björgunarskip
Að undanförnu hafa birst nokkrar fréttir af stöðu tveggja björgunarskipa, annars vegar á Vestfjörðum og hins vegar á Austfjörðum. Í þessum fréttum hefur því verið haldið fram að Samgöngustofa standi í vegi fyrir því að skipin komist í eðlilega starfsemi sem björgunarskip.
Lesa meiraMálþing Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um siglingar og starfsemi á heimskautasvæðum
Alþjóðasiglingamálastofnunin IMO og The Nautical Institute héldu sameiginlegt málþing um mál tengd siglingum og starfsemi á heimskautasvæðum (Polar Maritime Seminar) í höfuðstöðvum IMO dagana 31. október til 1. nóvember síðastliðinn. Á málþinginu var fjallað um þróun siglinga og tengdrar starfsemi á hafsvæðum norður- og suðurskautsins.
Lesa meiraSkráning atvika og slysa tengd sjómönnum
Samgöngustofa í samvinnu við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa (RNSA) hélt blaðamannafund, miðvikudag 2. nóvember, um borð í Sæbjörgu, skólaskipi slysavarnaskóla sjómanna í Reykjavíkurhöfn.
Lesa meiraRáðstefna um öryggi og grænar lausnir í siglingum
Alþjóðasiglingadagurinn er í ár helgaður öryggi og grænum lausnum í siglingum. Af því tilefni verður ráðstefna haldin fimmtudaginn 29. september undir yfirskriftinni Stolt siglir fleyið mitt á Grand hótel í Reykjavík frá kl. 13-16. Ráðstefnan er haldin af innviðaráðuneyti og siglingaráði í samstarfi við Samgöngustofu og Grænu orkuna.
Lesa meiraÁkvarðanir um siglingaleiðir við strendur Íslands
Fram til þessa hafa sérstakar siglingaleiðir ekki verið ákvarðaðar við Ísland, að undanteknum aðskildum siglingaleiðum við Reykjanes. Með aukinni starfsemi við strendur landsins hefur þörf á skilgreindum siglingaleiðum farið vaxandi en þær geta haft áhrif á skipulag og notkun strandsvæða.
Lesa meiraNý gjaldskrá Samgöngustofu
Gjaldskrá Samgöngustofu hefur verið uppfærð í samræmi við auglýsingu innviðaráðuneytisins og mun hún taka gildi 1. ágúst 2022.
Lesa meiraNý heildarlög um áhafnir
Hér má sjá yfirlit yfir helstu nýmæli nýrra heildarlaga um áhafnir skipa sem nýlega voru samþykkt á Alþingi og taka gildi 1. janúar 2023.
Lesa meiraSamferða
Samþykkt hefur verið ný heildarstefna Samgöngustofu fyrir tímabilið 2022 til 2024 og er hún vegvísir til þeirrar framtíðar sem við viljum byggja á komandi árum. Samhliða nýju stefnunni fær Samgöngustofa nýja ásýnd og nýtt merki er nú kynnt til sögunnar ásamt öllu öðru kynningarefni.
Lesa meiraBann við komum rússneskra skipa
Hafnarstjórum hefur verið sent upplýsingabréf um breytingu á reglugerð um þvingunaraðgerðir ESB gagnvart Rússlandi varðandi Úkraínu sem innleiddar eru hérlendis. Breytingin felur m.a. í sér bann við komum skipa skráðum í Rússlandi til íslenskra hafna. Bannið tók gildi á Íslandi sl. föstudag.
Lesa meiraGátlisti fyrir strandveiðar
Nú þegar strandveiðitímabilið er að hefjast er vert að minna á gátlista sem Samgöngustofa og Siglingaráð gáfu út. Á gátlistanum er að finna allt það helsta sem mikilvægt er að hafa í huga til að stuðla að öryggi sjófarenda.
Lesa meiraViltu taka þátt í að einfalda regluverk og bæta þjónustu hins opinbera?
Innviðaráðuneytið og stofnanir þess óska eftir tillögum um hvernig megi einfalda regluverk og bæta þjónustu á vegum ráðuneytisins og stofnana þess.
Lesa meiraAðgerðir IMO vegna flutningaskipa nálægt stríðsátökum í Úkraínu
Mikil samstaða er innan ráðs IMO sem fordæmdi ofbeldisaðgerðir Rússa gegn sjálfstæðu og fullvalda ríki
Lesa meiraSamgöngustofa tekur við útgáfu fjarskiptaskírteina
Þann 1. apríl 2022 tekur Samgöngustofa við útgáfu fjarskiptaskírteina (ROC og GOC) til skipstjórnarmanna í stað Fjarskiptastofu.
Lesa meiraAðgerðaráætlun um viðbrögð við bráðamengun utan hafna
Út er komin ný aðgerðaráætlun um viðbrögð við bráðamengun utan hafna og notkun skipaafdrepa fjallar um hvernig bregðast eigi við vegna óhappa á sjó er varða skip í efnahagslögsögu Íslands sem ógna siglingaöryggi eða hætta er á að valdi umhverfistjóni.
Lesa meiraAfreiðsla lokuð frá kl. 13 í dag
Vegna veðurs verður afgreiðsla Samgöngustofu í Ármúlanum lokuð frá kl. 13 í dag mánudaginn 14. febrúar.
Lesa meiraAfgreiðslan opin aftur
Afgreiðslan í Ármúla er nú opin aftur eftir að hafa verið lokuð í morgun vegna veðurs.
Lesa meiraAfgreiðsla lokuð vegna veðurs
Vegna slæmrar veðurspár verður afgreiðsla Samgöngustofu í Ármúlanum ekki opnuð fyrr en í fyrsta lagi kl. 12:00 á morgun mánudaginn 7. febrúar.
Lesa meira