Aðgerðaráætlun um viðbrögð við bráðamengun utan hafna
Út er komin ný aðgerðaráætlun um viðbrögð við bráðamengun utan hafna og notkun skipaafdrepa. Aðgerðaráætlunin fjallar um hvernig bregðast eigi við vegna óhappa á sjó er varða skip í efnahagslögsögu Íslands sem ógna siglingaöryggi eða hætta er á að valdi umhverfistjóni. Áætlunin er sameiginlegt stjórntæki Umhverfisstofnunar, Landhelgisgæslu Íslands og Samgöngustofu. Henni er ætlað að tryggja fumlaust verklag og framkvæmd viðbragða vegna bráðamengunar.
Þetta er þriðja útgáfa aðgerðaáætlunarinnar en hún var fyrst gefin út 2014. Áætlunin er í sífelldri endurskoðun, þar sem tekið er mið af atvikum og æfingum til að bæta áætlunina. Í þessari útgáfu er uppsetningu breytt, til að vera í takti við hinar ýmsu áætlanir Almannavarna en þær er að finna hér. Evrópusambandið hefur einnig í þróun áætlun um notkun skipaafdrepa, sem skarast við þá áætlun sem hér er. Áætlun Evrópusambandins má nálgast hér.