Afgreiðsla Samgöngustofu

hertar aðgerðir vegna Covid-19 faraldursins

31.7.2020

Fimmtudaginn 31. júlí tóku í gildi hertar aðgerðir vegna Covid-19 faraldursins og hefur Samgöngustofa brugðist við fyrirmælum sem sóttvarnalæknir og almannavarnir hafa gefið út.

Afgreiðsla Samgöngustofu er opin eins og áður, alla virka daga frá 9:00 til 16:00, en viðskiptavinir eru beðnir um að virða kröfu um 2ja metra aðskilnað milli fólks, nota spritt fyrir og eftir afhendingu gagna og gæta ávallt fyllstu varúðar. Þá eru viðskiptavinir hvattir til að nýta sér þjónustu í gegnum síma, netspjall og tölvupóst.

Á Mínu svæði á vef Samgöngustofu er hægt að:

  • Sjá yfirlit yfir ökutæki í eigu og umráði notanda
  • Annast kaup og sölu ökutækja (eigendaskipti)
  • Skrá umráðamann og meðeiganda
  • Panta nýtt skráningarskírteini
  • Endurnýja einkanúmer
  • Sjá rafræna reikninga

Öll ferli er hægt að klára á Mínu svæði auk þess sem hægt er að greiða umsýslugjöld með kreditkorti eða í gegnum heimabanka. Mitt svæði stendur fólki til boða á íslensku og ensku.

Í undantekningartilfellum má skilja eftir gögn í póstkassa í anddyri Samgöngustofu. Aðeins er þar tekið við eftirtöldu:

  • Gögnum vegna forskráningar ökutækja
  • Númeraplötum til innlagningar en þeim má einnig skila til skoðunarstöðva
  • Eyðublaði um eigendaskipti ökutækja en aðeins ef ekki er mögulegt að nýta rafræna þjónustu á Mínu svæði
  • Þeim umsóknum sem ekki er hægt að skila inn rafrænt

Athygli er vakin á því að það þarf að vera búið að greiða fyrir þjónustuna fyrirfram með millifærslu eða láta fylgja með kreditkortanúmer sem hægt er að skuldfæra af. Reikningsnúmer Samgöngustofu er: 515-26-210867 kt: 540513-1040.