Ákvarðanir um siglingaleiðir við strendur Íslands

30.8.2022

SigfusSigmundsson-Eyjafjordur-2010-Vef

Fram til þessa hafa sérstakar siglingaleiðir ekki verið ákvarðaðar við Ísland, að undanteknum aðskildum siglingaleiðum við Reykjanes. Með aukinni starfsemi við strendur landsins hefur þörf á skilgreindum siglingaleiðum farið vaxandi en þær geta haft áhrif á skipulag og notkun strandsvæða.

Tilkynnist hér með að á grundvelli 4. gr. laga nr. 119/2012 mun Samgöngustofa ákveða, eins og þörf er á, siglingaleiðir á innsævi við Ísland. Verður í þeirri vinnu leitað álits ýmissa sérfræðinga og hagaðila.