Álit vegna kvörtunar farþega með ferju

9.10.2017

Samgöngustofa ber ábyrgð á eftirliti með réttindum farþega í samgöngum. Meginþunginn hefur lengi verið vegna farþega í flugi en reglugerðir um réttindi farþega í siglingum og umferð eru mjög nýlegar hér á landi.

Verkefni stofnunarinnar snúa að því að leysa úr ágreiningi farþega sem ferðast með skipum og langferðabílum og viðkomandi flutningsaðila.
Nú hefur Samgöngustofa í fyrsta skipti gefið álit vegna kvörtunar farþega með ferju, sem varð fyrir því að ferð hans með Herjólfi var aflýst. Má finna þetta fyrsta álit hér.