Alþjóðadagur siglinga haldinn hátíðlegur

17.10.2018

Þann 27. september sl. var alþjóðadagur siglinga haldinn hátíðlegur í aðalstöðvum Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar IMO í London. Á þessu ári eru 70 ár liðin frá stofnun Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar. 

Á þessum tímamótum hefur stofnunin minnt á þann árangur sem náðst hefur á undanförnum áratugum auk þess að horfa fram á veginn til þeirra brýnu viðfangsefna sem þarf að huga að til framtíðar á sviði siglingaöryggis, siglingaverndar og umhverfisverndar hafsins.

Ísland varð fullgildur aðili að stofnuninni árið 1960 og tekur Samgöngustofa virkan þátt í starfi stofnunarinnar. Á alþjóðadegi siglinga var haldin hérlendis ráðstefna um framtíð siglinga . Þar héldu fulltrúar Samgöngustofu erindi, annars vegar um þátttöku Íslendinga í alþjóðlegu starfi IMO og hins vegar um skipaskoðun á Íslandi.
Forstjori IMO heldur ræðu Forstjóri IMO, Kitack Lim, hélt tölu og bauð gesti velkomna. 

Sverrir Konráðsson ásamt forstjóra IMO Sverrir Konráðsson (t.h.) var fulltrúi Samgöngustofu á alþjóðlegum siglingadegi IMO og heilsaði þar forstjóra stofnunarinnar. 
Ljósmyndari: Greg Funnell.