Árlegur aðalfundur Paris MoU
Árlegur aðalfundur Paris MoU (Parísarsamkomulagið um hafnarríkiseftirlit) fór fram í Pétursborg í Rússlandi í síðustu viku. Einar Jóhannes Einarsson, fagstjóri hafnarríkiseftirlits, sótti fundinn fyrir hönd Samgöngustofu. Á fundinum kom m.a. fram að góður árangur hefur náðst í eftirliti með skipum sem ekki uppfylla alþjóðakröfur og kyrrsetningar skipa hafa t.a.m. farið úr 3,87% árið 2017 í 3,15.% árið 2018.
Tilgangur hafnarríkiseftirlitsins er að stemma stigu við siglingum skipa sem uppfylla ekki alþjóðakröfur um um aðbúnað, öryggi og hollustuhætti áhafna kaupskipa, atvinnuréttindi þeirra og mengun frá skipum.
Nánari upplýsingar og fréttatilkynningu má nálgast á vefsíðu Paris Mou .