Breytingar á menntunarkröfum til farmanna
Ýmsar breytingar hafa verið gerðar á menntunarkröfum til farmanna á flutninga- og farþegaskipum sem gera auknar kröfur til þjálfunar og menntunar farmanna umfram það sem verið hefur.
Þeir farmenn sem hyggjast endurnýja réttindaskírteini sem eiga að gilda eftir 31. desember 2016 þurfa að hafa það í huga og framvísa staðfestingum um að hafa sótt tiltekin námskeið. Breytingarnar koma til vegna nýrrar reglugerðar 676/2015 um atvinnuréttindi farmanna sem öðlaðist gildi 30. júní 2015. Hún er í samræmi við svokallaðar „Manila breytingar frá 2010“ við STCW-samþykktina frá 1978 með síðari breytingum.
Hér má sjá þær auknu kröfur sem gerðar eru til þeirra sem endurnýja skírteini sín með gildistíma fram yfir 1. janúar 2017.