Einstakt hugrekki til sjós

2.4.2019

Alþjóðasiglingamálastofnunin (IMO) leitar eftir tilnefningum til verðlauna fyrir einstakt hugrekki til sjós. Þessi verðlaun hafa verið veitt árlega frá árinu 2007 og mega þjóðir eða samtök tilnefna einstakling eða hóp til verðlaunanna. Samgöngustofa leitar því að tilnefningum um aðila sem sýnt hefur einstakt hugrekki til sjós. Umrætt atvik skal hafa átt sér stað á tímabilinu 1. mars 2018 til 28. febrúar 2019.

Nánari upplýsingar og kröfur um tilnefningar má nálgast hér (www.imo.org/en/About/Events/Documents/CallForNominations_2019/Circular%20Letter%20No.3894%20(EN).pdf).

Tilnefningar skulu sendar Samgöngustofu eigi síðar en mánudaginn 8. apríl 2019 á netfangið halldorz@icetra.is .

Í fyrra voru verðlaunin veitt kínverska kafaranum Zhong Haifeng Radhika. Verðlauninn fékk hann fyrir að bjarga þremur einstaklingum úr flutningaskipinu M.V.Jin Ze Lun þann 27. nóvember 2017 en skipið hafði sokkið eftir eftir árekstur við annað skip.

Nánari upplýsingar um verðlaunin má nálgast hér (http://www.imo.org/en/about/events/pages/imo-awards-ceremony-2017.aspx). 


Kafarinn Zhong Hafeng Radhika fékk verðlaunin árið 2018

Kafarinn Zhong Haifeng Radhika fékk verðlaunin árið 2018