Fjordvik kyrrsett

13.11.2018

Flutningaskipið Fjordvik, sem strandaði í Helguvík aðfaranótt laugardagsins 10. nóvember sl., var formlega kyrrsett í Keflavíkurhöfn en þangað var það var flutt eftir strandið. Þrátt fyrir kyrrsetninguna var veitt leyfi til færslu skipsins í Hafnarfjarðarhöfn með samþykki flokkunarfélags þess, Lloyd´s Register. 

Fjordvik var smíðað árið 1976 og er skráð á Bahamas.

Hafnarríkisskoðun er ekki lokið og mun ekki ljúka fyrr en eigendur hafa látið framkvæma þær lagfæringar sem þarf til að skipið verði haffært á ný.

Fjordvik Ljósmynd: Hilmar Snorrason.

Uppfært 06.03.2019:

Kyrrsetningu sementflutningaskipsins Fjordvik, sem legið hefur í Hafnarfirði frá því það kom þangað frá Keflavík fáum dögum eftir björgun af strandstað við Helguvíkurhöfn, hefur verið aflétt. Skipið er nú á leið til niðurrifs í Gent í Belgíu um borð í þungaflutningaskipinu Rolldock Sea sem lagði úr höfn í gærmorgun, 5. mars, með skipið.

Kyrrsetningunni var aflétt þegar Fjordvik var komið um borð í Rolldock Sea. Belgíska hafnarríkiseftirlitið mun taka við skipinu við komu og hafa eftirlit með, ásamt umhverfisyfirvöldum í Belgíu, að flutningur skipsins um hollenskar og belgískar vatnaleiðir sem og hafnir verði með öruggum hætti þar til förgun skipsins, og ekki síst þess mengaða farms sem enn er óhreyfður í lestum þess, hefur farið fram.

Mynd af skipinu RolldockMynd: Samgöngustofa