Flutningaskipið Darina í farbann

29.6.2014

Við hafnarríkiseftirlit 29. júní var flutningaskipið m/s Darina, IMO nr. 7700582, sett í farbann. Skipið sem skráð er í Saint Vincent and the Grenadines er undir eftirliti INSB (International Naval Surveys Bureau), var smíðað árið 1978 og er 1253 brúttótonn að stærð. Útgerð skipsins er Ocean Fleet Management Ltd. Estonia. Að viðgerðunum loknum var farbanni aflétt.