Flutningaskipið Silver Lake sett í farbann

15.4.2014

Við hafnarríkiseftirlit í Sundahöfn þann 15. apríl sl. var flutningaskipið m/s Silver Lake sett í farbann. Skipið, sem skráð er á Antigua and Barbuda og er undir eftirliti DNV, var smíðað árið 2006. Stærð skipsins er 3538 brúttótonn. Útgerð skipsins er Fjord Shipping AS-Maaloy.  Sama dag var viðgerð við skipið lokið og farbanni aflétt.