Öryggi sjófarenda

fjórar nýjar fræðslumyndir

13.3.2020

Markmið nýrra fræðslumynda Öryggisáætlunar sjófarenda er að fræða sjómenn og auka öryggi þeirra enn betur. Þau fjalla um eftirtalda þætti við vinnu um borð í skipum: meðhöndlun hættulegra efna, vinnu í lokuðum rýmum, vinnu í mikilli hæð og undirbúning sjóferðar.

 

Fræðslumyndirnar er hægt að nálgast hér: 
Meðhöndlun hættulegra efna um borð í skipum
Vinna í lokuðum rýmum um borð í skipum
Vinna í mikilli hæð um borð í skipum
Ábyrg sjómennska 

Fræðslumyndunum er ætlað að hvetja sjómenn til að gæta ávallt fyllstu varúðar og fara í hvívetna eftir reglum og leiðbeiningum við störf sín. Þessum stuttu myndum er ætlað að stuðla að frekari fækkun á óhöppum og slysum til sjós sem og að tryggja skjót og rétt viðbrögð ef slys ber að höndum.

Sjónvarpsstöðin N4 vann myndböndin í samvinnu við Slysavarnaskóla sjómanna, Samgöngustofu og fagráð um siglingamál.

Þann 12. mars var á dagskrá N4 umræðuþáttur um öryggismál sjófarenda sem sjá má hér. Þar var fjallar nánar um málið og allar fræðslumyndirnar sýndar.

Mynd1_1584106814282