Framkvæmdastjóri Siglingaöryggisstofnunar Evrópu (EMSA) í heimsókn á Íslandi

6.6.2019

Framkvæmdastjóri Siglingaöryggisstofnunar Evrópu (EMSA ), Maja Markovčić Kostelac, heimsótti Samgöngustofu í vikunni og kynnti sér starfsemina. Hún var hér á landi til þess að kynna sér reynsluna af mannlausu loftfari sem Landhelgisgæslan hefur verið með í notkun og gert er út frá Egilsstaðaflugvelli. Um er að ræða samstarfsverkefni EMSA og Landhelgisgæslunnar og verður loftfarið hér á landi í þrjá mánuði. Loftfarið verður prófað við löggæslu, leit, björgun og mengunareftirlit á hafinu umhverfis Ísland.

EMSA er þjónustuaðili loftfarsins og er þetta í fyrsta skipti sem stofnunin útvegar mannlaust loftfar af þessari stærð til notkunar. Þann 17. apríl fór loftfarið í sitt fyrsta flug hér á landi. Loftfarið hefur síðan þá verið prófað við austanvert landið og er gert ráð fyrir að verkefninu ljúki í lok júlí.

Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, og Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, voru með Kostelac í för á Egilsstöðum ásamt starfsfólki stofnananna. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni.

IMG_2604-litil

Frá heimsókn Maja Markovčić Kostelac, framkvæmdastjóra EMSA, í Samgöngustofu.

IMG_2787-litil

Maja Markovčić Kostelac framkvæmdastjóri EMSA og Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu í stjórnstöðinni á Egilsstöðum.

IMG_2775-litilHópurinn fyrir framan loftfarið á Egilsstöðum

IMG_2761-litilLoftfarið er af gerðinni Hermes 900 og er rúmt tonn að þyngd. Það hefur 800 kílómetra drægi og getur því auðveldlega flogið að lögsögumörkum Íslands fyrir austan landið og til baka.

IMG_2749-litil

Markovčić Kostelac framkvæmdastjóri EMSA, Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, Þórólfur Árnason forstóri Samgöngustofu ásamt starfsfólki.


IMG_2678-litilUm borð í flugvél Landhelgisgæslunnar.