Gamáflutningaskipið Jonni Ritscher kyrrsett

7.12.2020

Gamáflutningaskipið Jonni Ritscher - IMO 9333383 - var kyrrsett 4. desember síðastliðinn sem var aflétt um 8 klst síðar.

Skipið hafði verið að reyna að komast frá bryggju í Sundahöfn með aðstoð dráttarbáta í mjög sterkum vindi en ekki tókst betur til en skipið sem rak skutinn í hafnarkantinn og opnaðist rifa inní vélarrúm Sb megin og minni skemmdir hlutust af.

Bráðabirgðaviðgerð fór fram aðfararnótt föstdags við erfiðar aðstæður og hélt skipið frá bryggju um kl 9 þann morgunn.

M/V Jonni Ritscher er um 18 þúsund brúttó tonn og tæpir 170 metrar á lengd. Eigandi skipsins og útgerð er Gerd Ritscher Reederei GmbH Þýskalandi og er það í flutningum fyrir Eimskip. Skipið er skráð í Líberíu og heimahöfn þess er Monróvía. Flokkunarfélag skipsins er DNV – GL.

JonniRitscher Mynd: Jerzy Nowak / Vesseltracker.com