Hægt að gera athugasemdir við Evróputilskipun

10.11.2017

Samgöngustofa bendir á að nú er mögulegt að koma á framfæri við Evrópusambandið athugasemdum við tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2010/65/ESB frá 20. október 2010 um formsatriði við skýrslugjöf að því er varðar skip sem koma í og/eða láta úr höfn í aðildarríkjum. 

Tilskipunin var gerð til að einfalda sendingu gagna fyrir komu skips til hafnar og festa enn betur í sessi hina s.k. Single-Window hugsun. Sú gerir ráð fyrir að sendingar sem opinberir aðilar þurfa að fá fyrir komu skips til hafnar skuli vera rafrænar, í gegnum eina gátt, til einföldunar og frekari skilvirkni fyrir skipafélög og fleiri.

Þau sem áhuga hafa á að gera athugasemdir við tilskipuninageta gert það hér.

Frestur til að gera athugasemdir er til 18. janúar 2018.