Hermann Guðjónsson kveður
eftir tæplega 40 ára farsælan starfsferil
Hermann Guðjónsson, fyrrum forstjóri Samgöngustofu, hefur nú lokið tæplega 40 ára starfsferli á sviði öryggis sjófarenda.
Hermann á að baki langan og farsælan feril, fyrst sem deildarverkfræðingur hjá Hafnamálastofnun en árið 1986 var hann settur vita- og hafnamálastjóri. Frá árinu 1996 gegndi Hermann embætti siglingamálastjóra, leiddi sameiningu samgöngustofnana og var skipaður fyrsti forstjóri Samgöngustofu við stofnun 1. júlí 2013, en hann sagði því embætti lausu árið 2014. Frá þeim tíma hefur Hermann nýtt þekkingu sína við sérfræðistörf í siglingamálum á samhæfingarsviði.
Starfsfólk Samgöngustofu óskar Hermanni velfarnaðar og þakkar ánægjulega samfylgd og leiðsögn í gegnum tíðina en Hermann leiddi þennan málaflokk hjá Samgöngustofu og forverum hennar megnið af sinni starfsævi.