Innheimta vegna lögskráningar

30.1.2017

Lögskráning sjómanna er innheimt árlega skv. skipaskrá janúarmánaðar. Reikningar hafa fram til þessa verið sendir út á seinni hluta ársins. Nú er ætlunin að breyta þessu á þann veg að reikningarnir verða sendir út á fyrri hluta ársins. Þetta er gert til að þeir verði byggðir á nýrri upplýsingum en hingað til hefur verið raunin.