Króatía viðurkennir íslensk skemmtibátaskírteini

9.4.2018

Samgöngustofa fór þess á leit fyrir nokkru við siglingayfirvöld í Króatíu að íslensk skemmtibátaskírteini yrðu viðurkennd. Í kjölfarið voru tilskilin gögn send til Króatíu til skoðunar og var beiðnin samþykkt.  Þetta þýðir að íslenskir handhafar skemmtibátaskírteina útgefnum af Samgöngustofu geta nú leigt sér skútur og skemmtibáta í Króatíu og siglt á innsævi og innan landhelgi Króatíu. 

Hér má finna yfirlit yfir þau ríki sem njóta viðurkenningar Króatíu um skemmtibátaskírteini. (Hlekkur brotinn, var: http://www.mppi.hr/UserDocsImages/30.03.2018-TABLICA%20ENGLISHMoU%20(2).pdf)