Kynning á upplýsingakerfinu IMS

Upplýsingakerfi fyrir opinbera aðila sem safnar saman upplýsingum úr hinum ýmsu upplýsingakerfum EMSA

21.11.2018

Fullrúar EMSA ásamt þátttakendum fyrir utan Samgöngustofu

Í síðustu viku komu tveir fulltrúar Siglingaöryggisstofnunar Evrópu (EMSA) til landsins og héldu fræðsluerindi á vegum Samgöngustofu um upplýsingakerfið IMS. Um er að ræða upplýsingakerfi fyrir opinbera aðila, sem safnar saman upplýsingum úr hinum ýmsu upplýsingakerfum EMSA og birtir í einni mynd, á tölvu eða snjalltæki.

Fulltrúar EMSA voru þeir Samuel Djavidnia og Lukasz Bibik en fræðsluna sóttu fulltrúar frá Samgöngustofu, Landhelgisgæslunni, Fiskistofu, Umhverfisstofnun, Tollinum, Ríkislögreglustjóra, Vegagerðinni o.fl. Virðist nokkuð líklegt að ýmsar opinberar stofnanir muni huga að því að taka þetta upplýsingakerfi í notkun á næstunni.