Lögskráningar árið 2014
Nú liggur fyrir fjöldi lögskráninga og dreifing þeirra fyrir árið 2014.
Skylt er að lögskrá áhafnir allra skráningarskyldra skipa á Íslandi sem gerð eru út í atvinnuskyni. Markmið laga um lögskráningu er að tryggja að skipverjar hafi gild skírteini til þess að starfa um borð í skipi, að skip hafi gilt haffærisskírteini og að lögboðin áhafnartrygging sé í gildi. Þá er það einnig markmið laganna að tryggja sönnun fyrir því hverjir séu um borð í skipi hverju sinni og að siglingatími skipverja sé skráður.
Lögskráningar á árinu 2014 voru þannig:
Fjöldi skipa | Fjöldi sjómanna | Karlar | Konur | |
Fiskiskip | 1.384 | 5.964 | 5.802 | 162 |
Farþegaskip | 46 | 366 | 286 | 80 |
Flutningaskip | 1 | 11 | 11 | 0 |
Varðskip | 3 | 69 | 63 | 6 |
Önnur skip | 42 | 425 | 400 | 25 |
Skráðir í fleiri en 1 flokk | -282 | -257 | -25 | |
Samtals öll skip | 1.476 | 6.553 | 6.305 | 248 |