M/V VERA D kyrrsett

18.9.2020

Eftir ábendingu til hafnarríkiseftirlits Samgöngustofu um að flutningaskipið VERA D – IMO 9290177 væri líklega með töluverðar skemmdir á skrokk var skipið opnað til hafnarríkisskoðunar. Skoðun leiddi síðan í ljós að skipið var það mikið skemmt að haffærni þess var ekki talin standast alþjóðasáttmála. Með vísan í kröfur Parísarsamkomulagsins um hafnarríkiseftirlit var skipið því kyrrsett að kvöldi 17. september þar sem það lá í Reykjavíkurhöfn, n.t.t. Skarfabakka - Sundahöfn.

M/V VERA D er 17,188 brúttó tonn og siglir undir fána Portúgals og heimahöfn er Madeira. Flokkunarfélag skipsins er Lloyd´s Register og skráður eigandi Linda Ship Invest GmbH & Co KG Þýskalandi.

Uppfært: Kyrrsetningu flutningaskipsins M/V VERA D var aflétt að kvöldi sunnudags 20. september. Bráðabirgða viðgerð fór fram á skemmdum með aðkomu og viðurkenningu flokkunarfélags og fánaríkis skipsins.

VeraDM/V VERA D.          Mynd: Samgöngustofa