M/V Viking Saga sett í farbann

6.7.2017

Við hafnarríkiseftirlit á Bíldudal 30. júní sl. var flutningaskipið M/V Viking Saga sett í farbann. Skipið, sem er skráð í Bergen í Noregi var smíðað árið 1999 og er 424 brúttótonn að stærð. Útgerð skipsins er Johnson Marine Ltd. Gerðar voru athugasemdir við skipið vegna skorts á fjölmörgum vottorðum og skírteinum. Þrátt fyrir formlegt farbann fékk skipið heimild til takmarkaðra athafna innan Patreksfjarðar og Arnarfjarðar á meðan útgerð og skipstjóri leysa úr þeim athugasemdum sem gerðar voru.

Uppfært 11.7.2017: Brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem gerðar voru og hefur kyrrsetningu verið aflétt.


HAVTRANS