M/V Young Spirit kyrrsett

30.4.2020

Við hafnarríkisskoðun í Mjóeyrarhöfn Reyðarfirði í dag 30.apríl, á M/V Young Spirit - IMO 9686558, voru gerðar alvarlegar athugasemdir við siglingatæki skipsins og fleiri atriði, sem samkvæmt alþjóðasáttmálum og Parísarsamkomulaginu um hafnarríkiseftirlit kölluðu á kyrrsetningu skipsins þar til úr hefur verið bætt.

M/V Young Spirit siglir undir fána S-Kóreu og heimahöfn þess er Jeju. Flokkunarfélag er Korean Register og eigandi Joong Ang Shipping Co, LTD S-Kóreu.

Uppfært 05.05.2020: 
Kyrrsetningu M/V Young Spirit var aflétt að kvöldi föstudagsins 1. maí, þar sem bætt hafði verið úr athugasemdum þeim sem kölluðu á kyrrsetningu skipsins.

MSYoung-l Mynd: Samgöngustofa