Málþing Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar um siglingar og starfsemi á heimskautasvæðum
Alþjóðasiglingamálastofnunin IMO og The Nautical Institute héldu sameiginlegt málþing um mál tengd siglingum og starfsemi á heimskautasvæðum (Polar Maritime Seminar) í höfuðstöðvum IMO dagana 31. október til 1. nóvember síðastliðinn. Á málþinginu var fjallað um þróun siglinga og tengdrar starfsemi á hafsvæðum norður- og suðurskautsins. Ísland var í pallborði um öryggi fiskiskipa á norðurslóðum og flutti erindi um góðan árangur í slysavörnum á sjó undanfarin ár.
Að málþinginu loknu sátu fulltrúar Íslands fund siglingaöryggisnefndar IMO, Maritime Safety Committee (MSC). Á fundinum voru m.a. teknar fyrir breytingar á alþjóðasamningum IMO um siglingaöryggi, STCW-samþykktarinnar um menntun og þjálfun sjómanna, málefni sjálfsiglandi skipa, sjórána, netöryggis, rafrænnar leiðsögu og uppfærslu á neyðarfjarskiptakerfinu GMDSS. Fundinn sóttu Kristín Helga Markúsdóttir framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs og Sverrir Konráðsson fagstjóri í siglingum á stjórnsýslusviði.
Sverrir Konnráðsson fagstjóri í siglingum og Kristín Helga Makúsdóttir sóttu málþingið fyrir hönd Íslands