Námskeið í trefjaplastsmíði

1.12.2022

43.jpg-Tekid-ur-moppu-Snarfari-sigling-um-sundinb_1669898965293

Námskeið í trefjaplastsmíði verður haldið af Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra á vorönn 2023 í samstarfi við Samtök skipaiðnaðarins, Iðuna og Samgöngustofu. Í reglugerð nr. 592/1994 um smíði og búnað báta með mestu lengd allt að 15 metrum er kveðið á um að smíði og viðgerðir á skipum úr trefjaefni skuli unnin af vönum starfsmönnum undir stjórn verkstjóra sem hefur samþykki Samgöngustofu til að annast smíði og viðgerðir á bátum úr trefjaplasti.

Fjölbrautarskóli Norðurlands Vestra (FNV) mun á vorönn 2023 halda námskeið í trefjaplastsmíði, sem Samgöngustofa metur fullnægjandi til öðlast samþykki. Síðast var slíkt námskeið haldið árið 2012 af FNV sem liður í samstarfsverkefni sem styrkt var af Leonardo hluta menntaáætlunar Evrópusambandsins.

Samgöngustofa hvetur þau sem áhuga hafa á að starfa við plastbátasmíðar, að kynna sér námsskeiðið frekar.

Vakin er athygli á að umsóknarfrestur er til 15. desember 2022.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra.