Norðurlandafundur um siglingavernd

22.10.2014

Dagana 3. – 5. september síðastliðinn var haldinn Norðurlandafundur um siglingavernd í Reykjavík, en fundinn sátu fulltrúar Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands, Færeyja og Íslands. Þau Ágústa Ragna Jónsdóttir og Stefán Alfreðsson, starfsmenn Samgöngustofu, sátu fundinn fyrir hönd Íslands.

Á dagskrá fundarins voru mál sem tengjast almennri siglingavernd á Norðurlöndunum og rætt var um samstarf milli Norðurlandanna. Einnig var fjallað um framkvæmd siglingaverndar, úttektir Evrópusambandsins og Eftirlitsstofnunar EFTA, sem og lög og reglur um siglingavernd.

Þórólfur Árnason forstjóri Samgöngustofu flutti ávarp og ræddi við fundargesti en einnig fluttu erindi þeir Reynir Sigurðsson, framkvæmdastjóri Mannvirkja- og leiðsögusviðs, og Stefán Alfreiðson, fagstjóri siglingaverndar.Norðurlandafundur um siglingavernd 2014