Flutningaskipið m/s Sara í farbann

20.1.2015

Við hafnarríkiseftirlit 19. janúar á Grundartanga var flutningaskipið m/s Sara, IMO nr. 9259020, sett í farbann. Skipið sem skráð er í Hollandi með heimahöfn í Rotterdam er undir eftirliti BV (Bureau Veritas), var smíðað árið 2000 og er 6301 brúttótonn að stærð. Útgerð skipsins er Focus Shipmanagement, Sneek, Netherlands. Að viðgerðunum loknum var farbanni aflétt.