Gleðilega hátíð

20.12.2013

Jólatré við dómkirkjuna við Austurvöll

Starfsfólk Samgöngustofu þakkar viðskiptavinum fyrir viðtökurnar á árinu og óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfuríks árs.

Afgreiðslutímar Samgöngustofu um hátíðarnar verða með þeim hætti að opið verður fyrir síma á aðfangadag og gamlársdag frá 08:00-12:00 og einnig verður opið í Borgartúni á þeim tíma en lokað á öðrum afgreiðslustöðvum. Virka daga milli jóla og nýárs og frá 2. janúar 2014 verður opið á venjulegum skrifstofutíma, milli kl. 9:00 og 16:00 í Skógarhlíð 12, 09:00-15:00 í Vesturvör 2 og í Borgartúni 30 08:00-16:00.