Breytt verklagsregla um mælingu báta með mestu lengd allt að 15 metrum

6.12.2013

Samgöngustofa hefur að beiðni atvinnuveganefndar Alþingis og að höfðu samráði við Innanríkisráðuneytið, gert breytingu á fyrirmælum um mælingu báta allt að 15 m að mestu lengd. Fyrirmælin er að finna í verklagsreglu nr. 25.03.02.02.03 um mælingu báta með mestu lengd allt að 15 metrum, sem búnir eru skutgeymi, stýriskassa, síðustokkum og/eða veltikjölum.  Breytingarnar eru gerðar til að nálgast megi betur markmið laga nr. 82/2013, um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006.

Breytingin felur í sér að sett eru neðri mörk á skráningarlengd báta, nánar tiltekið að skráningarlengd geti aldrei orðið minni en 96% af mestu lengd.

Verklagsregluna má sjá hér.