Útgefin skírteini Siglingastofnunar Íslands árið 2012

25.11.2013

Siglingastofnun hefur fengið útgefið vottorð um staðfestingu þess að stofnunin gefi út tiltekin skírteini í samræmi við gæðakerfi gæðastjórnunarstaðalsins ÍST EN ISO 9001:2008.

 

Vottorðið tekur til eftirfarandi skírteina:

  • útgáfa, áritun og endurnýjun alþjóðlegra atvinnuskírteina sjómanna á farþegaskipum og flutningaskipum skv. lögum nr. 76/2001 (STCW skírteini), en þar gerð krafa um að nám, kennsla og útgáfa atvinnuskírteina skuli vera samkvæmt viðurkenndu gæðastjórnunarkerfi. Á árinu 2012 voru gefin út 253 slík skírteini og 1. janúar 2013 voru í gildi 854 til áhafna farþega- og flutningaskipa og hafa þessi skírteini alþjóðlegt gildi.

 

  • útgáfa, áritun og endurnýjun atvinnuskírteina sjómanna á fiskiskipum, öðrum skipum og varðskipum skv. lögum nr. 30/2007 (STCW-F skírteini), en þar gerð krafa um að nám, kennsla og útgáfa atvinnuskírteina skuli vera samkvæmt viðurkenndu gæðastjórnunarkerfi. Á árinu 2012 voru gefin út 1584 atvinnuskírteini til skipstjórnar- og vélstjórnarmanna á þeim skipum og 1. janúar 2013 voru í gildi 4826 atvinnuskírteini skipstjórnarmanna og 2945 atvinnuskírteini vélstjórnarmanna. Sum þessara skírteina munu væntanlega á næsta ári hafa alþjóðlegt gildi.

 

  • útgáfa og endurnýjun á alþjóðlegum skemmtibátaskírteinum (ICC-skírteini). Um útgáfu þeirra skírteina er fjallað í 7. gr. laga nr. 30/2007 og reglum um próf til skemmtibátaskírteinis, nr. 393/2008. Á árinu 2012 voru gefin út 81 slík skírteini og 1. janúar 2013 voru í gildi 577 alþjóðleg skipstjórnarskírteini á skemmtibáta. Þessi skírteini eru alþjóðleg og gilda á skemmtibáta að 24 metrum.

 

  • útgáfa og endurnýjun atvinnukafaraskírteina. Um útgáfu þeirra er fjallað í lögum um köfun nr. 31/1996 og reglugerð um köfun nr. 535/2001. Á árinu 2012 voru gefin út 9 slík skírteini og 1. janúar 2013 voru í gildi 135 atvinnukafaraskírteini.

 

  • útgáfa og endurnýjun skírteinis verndarfulltrúa skipa (SSO-skírteini). Um útgáfu þeirra er fjallað í lögum um siglingavernd, 50/2004. Á árinu 2012 voru gefin út 12 slík skírteini og 1. janúar 2013 voru í gildi 42 skírteini verndarfulltrúa skipa.
  • útgáfa og endurnýjun IMDG vottorða. Um útgáfu þeirra er fjallað í IMDG kóðanum (www.imo.org/Publications/IMDGCode/Pages/Default.aspx) . Á árinu 2012 voru gefin út 16 slík skírteini og 1. janúar 2013 voru í gildi 96 slík vottorð.
  • útgáfa og endurnýjun skírteina leiðsögumanna. Um útgáfu þeirra er fjallað í lögum um vaktstöð siglinga nr. 41/2003. Á árinu 2012 voru gefin út 2 slík skírteini og 1. janúar 2013 voru í gildi 36 skírteini fyrir hafnsögumenn.
  • útgáfa og endurnýjun skírteina hafnsögumanna. Um útgáfu þeirra er fjallað í lögum um vaktstöð siglinga nr. 41/2003. Á árinu 2012 voru gefin út 4 slík skírteini og 1. janúar 2013 voru í gildi 64 skírteini fyrir hafnsögumenn.
  • útgáfa og endurnýjun skip- og vélstjórnarskírteina á björgunarskip. Um útgáfu þeirra er fjallað í lögum um skv. 3. mgr. 19. gr. laga nr. 30/2007 og reglugerð um skipstjórnar- og vélstjórnarréttindi á björgunarskipum, 555/2008. Á árinu 2012 voru gefin út 3 slík skírteini og 1. janúar 2013 voru í gildi 26 skírteini fyrir hafnsögumenn.
  • veiting fresta vegna slysavarnaskóla sjómanna. Um útgáfu þeirra er fjallað í 3. tölul. 5. gr. laga um lögskráningu sjómanna nr. 35/2010 og reglugerð um lögskráningu sjómanna, 817/2010, sbr. 322/2012. Á árinu 2012 voru gefnir út 1324 frestir til sjómanna.