Bókin Siglingafræði kemur út um miðjan október

3.10.2013

Mynd af kápu bókarinnar

Um miðjan október kemur út bókin Siglingafræði eftir Guðjón Ármann Eyjólfsson. Bókin er þriðja bók Guðjóns í ritröð, sem Siglingastofnun Íslands hefur gefið út. Árið 2006 kom út Stjórn og sigling skipa og árið 2009 kom út bókin Leiðastjórnuna skipa.

 

Einkunnarorð bókarinnar eru: Að sigla er nauðsyn.

 

Í bókinni er m.a. fjallað um grundvallaratriði siglingafræðinnar, sjókort, áttavita, segulmagn, sjávarföll og straumrastir. Áhersla er lögð á skýringamyndir og kynningu á haffræði og hafinu umhverfis Ísland, Norður-Íshafinu og nálægum hafsvæðum. Stutt kynning er á heimshöfunum, stærstu skipaskurðum heims og siglingaleiðum, þar með talið á Norðurslóðum.

 

Bókin er fyrst og fremst ætluð til kennslu í skipstjórnarnámi og sem handbók fyrir starfandi skipstjórnarmenn, einnig mun hún nýtast öllum öðrum til fróðleiks og skemmtunar.

 

Teikningar í bókinni gerði Jóhann Jónsson (Jói listó) og ritstjóri hennar var Helgi Jóhannesson.