Köfun í þjóðgarðinum á Þingvöllum

Í febrúar sl. gaf Siglingastofnun Íslands út fyrirmæli nr. 165/2013 vegna köfunar og yfirborðsköfunar í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Markmið þeirra er að bæta öryggi með því að setja tilteknar reglur um starfsemi þeirra sem bjóða upp á ferðaþjónustu í köfun og yfirborðsköfun í þjóðgarðinum og þeirra sem kafa þar á eigin vegum.
Skv. fyrirmælunum ber ferðaþjónustufyrirtækjum að uppfylla opinber skilyrði fyrir rekstri ferðaþjónustu og hafa nauðsynleg leyfi og tryggingar í gildi fyrir slíkri ferðaþjónustu, hafa öryggis- og viðbragðsáætlun sem samþykkt er af Siglingastofnun Íslands, leiðsögumenn á þeirra vegum skulu uppfylla tilteknar kröfur og vera handhafar tiltekinna skírteina sem Siglingastofnun Íslands, nú Samgöngustofa, gefur út og hafa lokið viðurkenndu námskeiði í vettvangshjálp. Þá skulu ferðaþjónustufyrirtæki hafa nánar tiltekinn öryggisbúnað tiltækan.
Siglingastofnun Íslands hefur gert úttekt á tveimur ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða upp á köfun og yfirborðsköfun (snorkel) í þjóðgarðinum og samþykkt þeirra öryggis- og viðbragðsáætlun, þ.e. ferðaþjónustufyrirtækin Dive.is (köfun og yfirborðsköfun) og Arctic Adventure (yfirborðsköfun) og uppfylla þau kröfur sem gerðar eru í fyrirmælum stofnunarinnar nr. 165/2013 um köfun í þjóðgarðinum á Þingvöllum.
Lög og reglur um köfunUpplýsingasíða Siglingastofnunar Íslands um köfun.
Rannsóknarnefnd sjóslysa - köfunarslys
Eldri fréttir:
26. febrúar 2013:
Köfun í þjóðgarðinum á Þingvöllum
2. október 2012:
Breyting á reglugerð um köfun