Auglýsing um útboð í Fjarðabyggð

11.6.2013

Frá Norðfirði

Hafnarsjóður Fjaðrabyggðar óskar eftir tilboðum í dýpkun fiskihafnar og fyllingu undir garðstæði á Norðfirði.

Helstu magntölur:´

• Dýpkun áfanga 1 alls um 36.500 m³
• Dýpkun áfanga 2 alls um 136.400 m³
• Dýpkun áfanga 3 alls um 71.000 m³

Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 20. júní 2014.

Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hafnasjóðs Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð og á skrifstofu Siglingastofnunar frá og með þriðjudeginum 11. júní gegn 5.000 kr. greiðslu.

Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, miðvikudaginn 26. júní 2013, kl. 11.00.