Rannsóknastyrkir til orkuskipta í skipum

28.5.2013

Auglýstirr eru lausar til umsóknar styrkir til orkuskipta í skipum.

Siglingastofnun Íslands í samstarfi við innanríkisráðuneytið auglýsir lausa til umsókna styrki til orkuskipta í skipum. Styrkirnir verða veittir:

  • til verkefna sem stuðla að nýtingu á innlendri orku í skipa- og bátaflotann í stað jarðefnaeldsneytis og styrkja alþjóðasamvinnu um slík verkefni
  • til verkefna sem miða að notkun vistvænna eldsneytis og bættri nýtingu eldsneytis í skipum
  • til hönnunar eða smíði frumgerðar tækja og búnaðar til orkuskipta í skipum
  • til sérstakra verkefna til eflingar fræðslu og þekkingaryfirfærslu um arðsemi og umhverfislegan ávinning af orkuskiptum í skipum

Við úthlutun styrkja til orkuskipa í skipum 2013 verður sérstök áhersla lögð á:

  • notkun innlendra orkugjafa
  • vistvænt eldsneyti og sparnað jarðefnaeldsneytis
  • öflun þekkingar á þessum sviðum og miðlun hennar
  • rannsóknir, þróun og samstarf sem að þessu miðar

Styrkirnir eru til endurgreiðslu á allt að 20% kostnaði upp að tilteknu hámarki við rannsóknir og eða breytingar sem gera þarf á skipum eða innviðum hafna til að skipta yfir í innlenda orkugjafa, annað vistvænt eldsneyti eða bætta nýtingu þess. Verkefnið byggir á markmiðum um grænna hagkerfi.

 

Umsóknafrestur er til 29. júní 2013 - hér má finna umsóknareyðublað.

 

Verklag um rannsóknastyrki til orkuskipta í skipum.