Auglýsing um útboð á Norðfirði

Hafnarsjóður Fjarðabyggðar óskar eftir tilboðum í stækkun fiskihafnar á Norðfirði.
Helstu magntölur:
- Taka upp núverandi hafnargarð, alls um 20.000 m³
- Uppúrtekt í smábátahöfn og innan hafnar, alls um 55.000 m³
- Byggja nýjar hafnargarð, alls um 28.000 m³
- Grjótvörn fláa innan hafnar, alls um 8.500 m³
- Steypa 3 landstöpla fyrir flotbryggjur og upptökubraut
- Gera árfarveg og leggja ræsi um 300 m
- Ganga frá yfirborði landfyllingar, um 16.500 m²
Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 31. október 2014.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð frá og með þriðjudeginum 16. apríl 2013 gegn 5.000 kr. greiðslu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar, fimmtudaginn 2. maí 2013 kl. 11.00