Bresk gestakoma

15.3.2013

Bresku gestirnir með íslenskum gestgjöfum hjá Siglingastofnun.

Í vikunni heimsóttu Siglingastofnun fulltrúar frá Maritime and Coast Guard Agency (MCA) í Bretlandi. Þetta eru David M. Turner, skipstjóri, yfirmaður öryggismála fiskiskipa og Oliver Vardy, skipaverkfræðingur og sérfræðingur á sviði öryggismála fiskiskipa.


Breska stofnunin óskaði eftir að fulltrúar hennar kæmu í heimsókn til Siglingastofnunar Íslands til að kynna sér hvernig Ísland stendur að öryggismálum sjómanna og hvað standi að baki þeim góða árangri sem hér hefur náðst. Markmiðið með heimsókninni er að læra af Íslendingum í þessu efni og nýta sér það til aukins öryggis fiskiskipa og áhafna þeirra í Bretlandi.  Þeir munu jafnframt heimsækja Slysavarnaskóla sjómanna, vaktstöð siglinga, Landhelgisgæslu Íslands, Skipstjórnarskólann og Véltækniskólann.

 

Eldri fréttir:

19. febrúar 2013:        Fundur um stöðugleika, hleðslumerki og öryggi fiskiskipa