Auglýsing um útboð á Suðureyri

11.3.2013

Frá Suðureyri.

Hafnir Ísafjarðarbæjar óska eftir tilboðum í verkið: „Suðureyrarhöfn, endurbygging vesturkants“. Um er að ræða endurbyggingu á 68m löngum stálþilsbakka við vesturkant.

Helstu magntölur:

Rif á kanti og þekju - 1020m²
Rekstur stálþils - 44 plötur
Uppsetning stagbita og akkerisstaga - 22 stk.
Fylling að þili - 600m³
Steyptur kantbiti á stálþil - 68m

Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. júlí 2013.

Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Siglingastofnunar, Vesturvör 2 í Kópavogi og á tæknideild Ísafjarðarbæjar frá og með miðvikudeginum 13. mars 2013, gegn 5.000 kr. greiðslu.

Tilboð verða opnuð á sömu stöðum miðvikudaginn 3. apríl 2103 kl. 11.00.