Víðtækari gæðavottun

25.2.2013

Siglingastofnun Íslands

Siglingastofnun Íslands hefur verið afhent uppfært vottorð frá Vottun hf. sem staðfestingu þess að stofnunin starfrækir gæðakerfi sem samræmist kröfum ÍST EN ISO 9001:2008 staðalsins. Uppfærða vottorðið staðfestir að starfsemi Siglingastofnunar Íslands á sviði skipa- og siglingamála, þ.e. útgáfa atvinnuskírteina, lögskráning sjómanna, skipaskráning, skipavernd, skipsskírteini og eftirlit með skipum, búnaði þeirra og skoðunaraðilum skv. tilskipun 2009/21/EB um samræmi við kröfur fánaríkis. 

Í desember 2005 fékk stofnunin afhent sambærilegt vottorð vegna útgáfu,  áritunar og endurnýjunar alþjóðlegra atvinnuskírteina sjómanna á farþegaskipum og flutningaskipum skv. lögum nr. 76/2001 (STCW skírteini), í febrúar 2009  fékk stofnunin afhent sambærilegt vottorð vegna útgáfu,  áritun og endurnýjun atvinnuskírteina sjómanna á fiskiskipum, öðrum skipum og varðskipum skv. lögum nr. 30/2007 (STCW-F skírteini) og útgáfu og endurnýjun á alþjóðlegum skemmtibátaskírteinum (ICC-skírteini) og í febrúar 2012 vottorð vegna útgáfu skírteina atvinnukafara, verndarfulltrúa skipa (SSO-skírteini) og ferla vegna skráningar skipa.