Auglýsing um útboð

Langaneshafnir óska eftir tilboðum í verkið „Langaneshafnir, dýpkun 2013“ sem felst í dýpkun í höfnunum á Þórshöfn og Bakkafirði.
Helstu magntölur:
Dýpkunarsvæði á Þórshöfn alls um 16.300 m²
Dýpkunarsvæði á Bakkafirði alls um 1.500 m²
Heildarmagn dýpkunar á báðum stöðum u.þ.b. 45.000 m³
Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. desember 2013.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Siglingastofnunar, Vesturvör 2 í Kópavogi frá og með þriðjudeginum 29. janúar 2013, gegn 5.000,- kr. greiðslu.
Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudagin 14. febrúar, 2013 kl. 11:00.