Lögskráning sjómanna árið 2012

23.1.2013

Mynd af skipi

Á yfirlitinu hér að neðan má sjá skiptingu lögskráninga ársins 2012 eftir tegund skipa og aldri sjómanna. Borið saman við árið 2011 má sjá að minni fiskiskipum hefur fjölgað um 69 milli ára en fjöldi stærri fiskiskipa stendur í stað.

Jafnframt má sjá að meðalaldur sjómanna er sá sami og 2011 eða 42 ár og einnig að aðeins 3.7% lögskráðra sjómanna voru konur. Hvað aldur varðar eru sviptingar hjá lögskráðum sjómönnum því litlar en lögskráningum kvenna fækkaði um 29 milli ára. Samtala sjómanna í skiptingunni eftir skipaflokkum er hærri en fjöldi lögskráðra einstaklinga þar sem sami sjómaður hefur starfað á ólíkum tegundum skipa innan ársins.

Þann 1. nóvember 2010 tóku gildi lög nr. 35/2010 um lögskráningu sjómanna og reglugerð um lögskráningu sjómanna nr. 817/2010 er gerðu skylt að lögskrá alla í áhöfn á öllum skipum sem gerð eru út í atvinnuskyni og eru skráð á íslenska skipaskrá. Árið 2012 er því annað heila árið þar sem lögskráð er á öll skip sem gerð eru út í atvinnuskyni.

Fiskiskip:

Fjöldi skipa

Sjómenn

Karlar

Konur

70 ára og eldri

60-69 ára

50-59 ára

40-49 ára

30-39 ára

20-29 ára

15-19 ára

Meðalaldur

Fiskiskip undir 15 BT 1.134 2.346 2.260 86 150 313 454 490 404 402 133 44 ár
Fiskiskip 15 BT og yfir 240 3.185 3.143 42 24 266 597 777 662 733 126 40 ár
Fiski-/farþegaskip 16 66 53 13 1 10 12 13 12 14 4 42 ár
Skuttogari 45 1.822 1.793 29 1 132 360 437 448 389 55 40 ár
 

1.435

7.419

7.249

170

176

721

1.423

1.717

1.526

1.538

318

 
Skráðir í fleiri flokka   -837                    
Lögskráðir einstaklingar   6.582                   42 ár
                         
Farþegaskip 37 292 228 64 6 33 51 51 52 81 18 40 ár
Önnur skip 49 498 470 28 11 109 155 97 64 52 10 49 ár
Skráðir í fleiri flokka   -271                    
Samtals öll skip 1.521 7.101                   42 ár